súld fannst í 6 gagnasöfnum

súld -in súldar; súldir súld|viðri

súld nafnorð kvenkyn

úðarigning í þoku og hægu veðri, suddi


Fara í orðabók

úði kv
[Flugorð]
samheiti súld
[skilgreining] Úrkoma í formi örfínna vatnsdropa sem eru svo smáir að áhrif einstakra dropa sem falla á vatnsflöt eru vart merkjanleg.
[enska] drizzle

súld
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
[enska] drizzle

úði
[Veðurorð]
samheiti súld
[enska] drizzle

súld kv. (17. öld) ‘smágert regn, þétt úðarigning, bleytuveður; mygluskán á heyi; blóð og slím í sundmaga’. Orðið sýnist ekki eiga sér beina samsvörun í grannmálunum, en er efalítið í ætt við orð eins og súð (2), suddi, söggur og seyl, en myndunin er ekki fullljós. E.t.v. < *sū̆-ðl-ō, ie. *sū̆-dhl-ā, sbr. gr. (h)ýthlos ‘mas, þvaður’, eiginl. ‘dropaseytl’, sbr. gr. (h)ýei ‘það rignir’; eða e.t.v. fremur < *sū̆l-ði-, sbr. seyl kv. og fe. sylian ‘ata út’ og sol ‘for’. Af súld er leitt no. súlda kv. (s.m.) og so. súlda ‘sallarigna, vera rakur’. Sbr. einnig súldra kv. ‘súld’, súldra s. ‘sallarigna; dyngja saman hálfvotu heyi’ og súldur h. ‘úðaregn’ og súldrulegur l. ‘fýlulegur’. Sjá söggur, sugga og seyl; ath. súlki (2 og 4).