ítarlegur fannst í 5 gagnasöfnum

ítarlegur (einnig ýtarlegur) -leg; -legt STIGB -ri, -astur

ítarlegur lýsingarorð

vandlegur og nákvæmur

hann skrifaði ítarlega lýsingu á atburðinum

í bókinni er ítarlegur inngangur um listamanninn


Fara í orðabók

Valfrjálst er hvort ritað er ítarlegur eða ýtarlegur, ítarlega eða ýtarlega.

Lesa grein í málfarsbanka

ítarlegur l. Sjá ítur.


ítur, †ítr l. ‘ágætur, göfugur, glæsilegur’; ítarleg(u)r l. † ‘fagur, ágætur,…’, sbr. einnig samsetn. eins og ít(u)rmað(u)r, íturmenni ‘ágætismaður, höfðingi’, íturvaxinn ‘vel vaxinn’, íturfagur ‘mjög fagur’, ít(u)rlauk(u)r † ‘veldissproti’, Ítrek(u)r k. † ‘Óðinsheiti; konungur í tafli’, eiginl. ‘ágætur konungur’, sbr. -rek(u)r, -reki ‘stjórnandi, konungur’. Sbr. fær. ítari, ítastur ‘betri, bestur’ og fe. Ītermann, lþ. Itermann karlmannsnöfn; ítur < germ. *ītra-. Uppruni óviss. Hugsanlega í ætt við eitill og eitur (s.þ.) og upphafleg merk. ‘þrýstinn, stór, stæltur’. Óvíst.